Að horfa á Keflavík vinna KR er góð skemmtun!

nóvember 17, 2011 § Ein athugasemd

Góður miðvikudagur að baki í félagsskap yndislegs fólks. Byrjaði með morgunmat á Laundromat Café. Mikið er grískt jógúrt með múslí gott (kannski hlynsírópið hafi gert gæfumuninn)! Mikil sæla yfir að Kef stúlkurnar náðu að klára KR, 84-70. Það gæddi sér enginn á Lays snakki í þeim leik. Hitti svo nokkrar af mínum kæru vinkonum á Vegamótum í kvöldmat og lúxusspjall. Segið svo að miðvikudagar séu leiðinlegir…

það geri ég ekki!

Gamalt verður nýtt

nóvember 15, 2011 § Færðu inn athugasemd

Í gegnum tíðina hef ég tekið svokallaðar bloggrispur og fært mig nokkrum sinnum um set. Ég varð að hrista örlítið upp í minninu til að fá á hreint hversu mörgum bloggsíðum ég hef í raun og veru haldið uppi. Látum okkur sjá:

  • eddaros.blogcentral.is (ekki lengur til)
  • eddaros.bloggar.is
  • grillur.bloggar.is
  • eddaros.blogspot.com
  • rosiewaits.blogspot.com

Þetta eru hvorki meira né minna en 5 síður, takk fyrir amen! Ég virðist alltaf þurfa að fá mér nýja síðu þegar bloggandinn kemur yfir mig og þar sem Ester, mín yndislega mágkona, lofaði wordpress í hástert, var lítið annað í stöðunni en að prófa þetta eins og hvað annað. Liking it so far!

Það eru akkúrat 11 mánuðir og 3 vikur síðan ég byrjaði á síðasta blogginu mínu og í raun segir sú bloggfærsla allt sem ég ætlaði að segja ykkur í þessari.

Stolið af minni eigin bloggsíðu (RIP):

„En eins og sönnum bloggara sæmir (og það er by the way ennþá í tísku að blogga, ef ykkur vantaði update) þá kem ég alltaf aftur og fílefldari en nokkru sinni. Það hafa jafnvel bæst nokkur orð í orðaforðann minn, bæði gömul og ný, búin til af mér. Vona að þið takið því með bros á vör.

Ég hef oft ætlað að byrja á þessari vitleysu aftur en alltaf vantað innblástur…nenni ekki tískubloggi, hönnunarbloggi eða fylgja einhverri einni áherslu út í gegn. Þess vegna hef ég ákveðið að mixa þetta aðeins upp. „Einnar-áherslu-blogg“ ná líka sjaldnast fótfestu og það sáum við best á öllum íslensku tískubloggunum sem poppuðu upp eins og gorkúlur á blogspot en eru horfin í dag (því ver og miður með sum).

Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég mæti brjálaðri samkeppni á netinu frá öðrum „pennum“ þannig ég mun gera mitt allra besta í að skrifa um hluti sem aðrir gera ekki. I smell a challenge…

Þess vegna hef ég ákveðið að láta hanna fyrir mig eins konar impersination-scarf svo ég geti sett mig í minn eigin hugarheim og tekið áskoruninni.Ef þið sjáið mig í þessum útbúnaði á víðavangi, ímyndið ykkur þá að það hangi skilti utan á mér sem á stendur: Do not disturb (eins og á hótelunum þið vitið). Skiljið einflaldlega eftir skrifuð skilaboð.

Takk í bili,

Edda Rós og trefillinn

nóvember 14, 2011 § 2 athugasemdir

Fyrir 3 árum hefði mér ekki dottið í hug að í dag væri ég að skrifa 13 þúsundasta orðið í BSc ritgerðinni minni…hvað þá í viðskiptafræði. Sá þetta verkefni sem hátind Everest en þótt ótrúlegt sé tekur þetta allt saman enda. Nú eru bara 2 þúsund orð eftir og þá verður skálað!

 

Án þess að þykjast vera of svöl fyrir lífið, ætla ég að skrifa stuttu bloggin mín líka á ensku fyrir útlandavini mína. Ég get ekki boðið þeim upp á google translate.

 

3 Years ago I wouldn’t have thought I’d be writing my final words for my BSc thesis…especially not in Business administration. It always seemed like such a difficult task that I’d never finish. Amazingly, everything comes to an end (all good things comes to an end does not apply at this moment though, I’m so glad to have it over with!). Now there are only 2000 more words to go and then it’s time for some champagne, cin cin!

nóvember 12, 2011 § Færðu inn athugasemd

„What you do today can improve all your tomorrows“-Ralph Marstonk

Navitas

nóvember 12, 2011 § Ein athugasemd

Nú eru prófin á næsta leyti og þið vitið öll hvað gerist þá? Jú, einmitt, ég byrja að blogga. Basic. Þessi prófatörn er sú sjötta og jafnframt síðasta í mínu háskólanámi. Hallelujah söng Jeff Buckley og það geri ég líka þann 20. des, þegar ég hef lokið öllum prófum í HR, auk þess að hafa skilað BSc ritgerð.

Sé fram á góðan laugardag sem byrjar með orkuríkum morgunmat og nýja disknum frá Florence and the Machine, Ceremonials.

ERST