„Better late than never, but never late is better“

nóvember 17, 2011 § 3 athugasemdir

Ég á við smávægilegt vandamál að stríða…að vera alltaf sein. Kenni bróður mínum alfarið um það, þar sem hann lærði mjög seint á klukku og var þar af leiðandi alltaf seinn sjálfur. Hann hefur lengi vel verið mín fyrirmynd og að sjálfsögðu lærði ég þetta af honum eins og annað (lærði samt fyrr á klukku). Veit ekki hvað er til ráða en ég hef sterkan grun um að fallegt úr geti gert gæfumuninn. Miðað við fyrri reynslu hefur það reyndar ekki virkað, en kannski það taki smá tíma.

Kannski það virki að hafa 2 úr?

§ 3 Responses to „Better late than never, but never late is better“

  • Ragnar Már skrifar:

    Þakka góðan pistil mér til höfuðs. Það er samt stórmunur á því að vera „á síðustu stundu“ og að vera „seinn“. Frekar óvenjulegt að sjá mig í úrabloggfærslu þar sem ég hef ekki notað úr í 20 ár. Fatta ykkur fólk ekki sem kalla þá sem mæta á mínútunni seina….það bara er ekki rétt. Þó þið eyðið 60 mín af ykkar degi í að bíða eftir hinu og þessu, þá gefur það ykkur engan rétt á að kalla hina seina sem NOTA tímann sinn og mæta á síðustu stundu. Veit að öfundsýki orsakar þessi uppnefni. Frekar að vera á mínútunni og með breytt bak en að vera tímanlega og öfundsjúkur!

    P.s. Þetta er pottþétt gaur á neðstu myndinni!

  • Ellen Agata skrifar:

    Vóóó..úr nr.3 er fáránlega fallegt. I want it !!

  • eddarosskula skrifar:

    Ragnar:
    1) Ég pældi einmitt mikið í því hversu karlmannleg hendin var=Karlmaður dressed as a woman.
    2) Cry me a river
    3) Breiður er með einföldu i, takk.

    Já Ellen það er rosalega fínt!

Færðu inn athugasemd

What’s this?

You are currently reading „Better late than never, but never late is better“ at eddarosskula.

meta