Stutt en gott stopp!

nóvember 26, 2011 § Ein athugasemd

Elsku þið, þar sem ég þekki betur inn á blogspot kerfið og get haft hlutina þar eins og ég vil, þá hef ég ákveðið að færa mig þangað…

afsakið ónæðið, nú er ég hætt að flytja!

Endilega komið í heimsókn, heitt á könnunni.

http://eddarosskula.blogspot.com

Edda Rós Skúlad. Thorarensen

Con la famiglia

nóvember 25, 2011 § Ein athugasemd

Gott að vera í faðmi familíunnar, sérstaklega þegar ís er í boðinu. Vantaði bara and-Skotann!

nóvember 23, 2011 § Færðu inn athugasemd

Fyrsta lokaprófið í dag, eða fyrra af tveimur. Fagna því svo með því að hitta skólastelpurnar í kvöld. Mikil gleði, mikið grín!

Yfir og út,

Drekahunter

nóvember 22, 2011 § 4 athugasemdir

Whoop whoop!

Snillingur…

nóvember 21, 2011 § 2 athugasemdir

„Það eru stingupillur úti“…

…sagði litla systir mín fyrir mörgum árum síðan. Af augljósum ástæðum var mikið hlegið. Það sjá það allir heilvita menn að hún átti við haglél. Haglél eru jú ekkert annað en pillur sem stinga. Einfalt!

Tökum vel á móti stingupillunum í ár.

If the shoe fits…buy it in every colour!

nóvember 20, 2011 § Ein athugasemd

Mig langar í skó  U+2192.svg  ég kaupi skó  U+2192.svg  mig langar aftur í skó.

Svona er þetta…alla daga (eða þið vitið, kaupi ekki skó daglega en hugsa nógu fjandi mikið um þá)! Sumir safna töskum, aðrir safna frímerkjum og enn aðrir safna einhverju sem skiptir ekkert máli (frímerki eru jú mjög mikilvæg).

It’s kind of a problem…

ERST

Baby it’s cold outside

nóvember 19, 2011 § Færðu inn athugasemd

Ég veit fátt betra en lærdómssession á laugardegi…djók. En ef þú kryddar þetta dálítið með te-i, mandarínum og ilmkerti, þá eru leiðindin að þurfa hanga inni á laugardegi örlítið bærilegri. Tala nú ekki um þegar heilu mandarínukassarnir eru farnir að stela allri athyglinni frá hinum ávöxtunum út í búð. Það þýðir aðeins eitt – jólin eru á næsta leyti og tilhlökkunin er strax farin að segja til sín. Eina sem er eftir er að baka, kaupa jólagjafir, skreyta, finna jóladress…og já, beisikklí allt! En það er nú bara 19. nóvember…

Góða helgi elsku lesendur!

ERST

What he said…

nóvember 18, 2011 § Færðu inn athugasemd

„Better late than never, but never late is better“

nóvember 17, 2011 § 3 athugasemdir

Ég á við smávægilegt vandamál að stríða…að vera alltaf sein. Kenni bróður mínum alfarið um það, þar sem hann lærði mjög seint á klukku og var þar af leiðandi alltaf seinn sjálfur. Hann hefur lengi vel verið mín fyrirmynd og að sjálfsögðu lærði ég þetta af honum eins og annað (lærði samt fyrr á klukku). Veit ekki hvað er til ráða en ég hef sterkan grun um að fallegt úr geti gert gæfumuninn. Miðað við fyrri reynslu hefur það reyndar ekki virkað, en kannski það taki smá tíma.

Kannski það virki að hafa 2 úr?

nóvember 17, 2011 § 2 athugasemdir

 

 

 

 

 

 

Beið eftir 17. nóvember með eftirvæntingu. Dagurinn sem brúka átti kreditkortið í áramótakjól. Leðuráramótakjól. Við mér blasti þessi fallega mynd á H&M síðunni, að það séu allt of margir akkúrat núna að reyna versla eitthvað úr Versace línunni. Fjandinn hvað margir hugsa eins!

Farin að leita af nýju dressi…